Breyttir drekaskátatímar

Nú hafa allar sveitir félagsins hist og fundað í vikunni sem er að líða. Eins og við mátti búast, fréttum við af einhverjum árekstrum á fundartímum og íþróttaæfingum og öðrum tómstundartímum og þurfum við því að gera örlitlar breytingar þannig að tíminn henti sem flestum. Það þýðir að drekskátafundirnir færast til kl. 18:30 á mánudögum. Við vonum innilega að þetta sé engum til ama. Aðrir fundir halda áður auglýstum tíma.

  • Huginn og Muninn, drekaskátar (8-9 ára): Mánudögum kl. 18:30 til 19:30
  • Þórshamar, fálkaskátar (10-12 ára): Mánudögum kl. 17:00 til 18:30
  • Víkingar, dróttskátar (13-15 ára): Þriðjudögum kl. 20:00 til 21:30

14311230_1133261596753316_4056174951481814678_o

Vetrarstarfið er byrjað!

Skátastarfið í Landnemum hefst af fullum krafti mánudaginn 12. september. Fundir vetrarins eru á mánu- og þriðjudögum:

  • Huginn og Muninn (8-9 ára): Mánudögum kl. 18:30 til 19:30
  • Þórshamar (10-12 ára): Mánudögum kl. 17:00 til 18:30
  • Víkingar (13-15 ára): Þriðjudögum kl. 20:00 til 21:30
  • RS Plútó í samstarfi við önnur félög í Rvk (16-18 ára): Fyrsti fundur sunnudaginn 18. sept. kl. 19:00. Sjá FB-viðburð. Fundartími vetrarins ákveðinn þar.

Öllum er velkomið að kíkja á fundi og prófa skátastarf núna í september. Við tökum vel á móti þér!

Allir skátar þurfa að endurnýja skráningu sína í félagið og nýjir félagar ap nýskrá sig. Við höfum tekið upp nýtt félagatal. Athugið að foreldrar þurfa fyrst að skrá sig inn í kerfið og síðan skrá börnin sín gegnum sinn aðgang. Ef þið lendið í vandræðum ekki hika við að senda okkur línu á landnemi@landnemi.is eða á facebook síðu Landnema.

Vetrarstarfið framundan

Nú er að styttast í góðu sumri, þar sem Landnemar voru á ferði og flugi. – Félagið stóð m.a. fyrir öflugu skátamóti í júní s.l., Landnemamótinu í Viðey og tók jafnframt þátt í Landsmóti skáta að Úlfljótsvatni í júlí en þar var mikið fjör. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir vetrarstarf Landnema, niðurröðun funda, viðburða og viðfangsefna. Ekki síður mönnun í störf skátaforingja og leiðbeinenda. Síðar verður tilkynnt um nánari tilhögun þessa. Vinsamlegast athugið að upplýsingar um fundartíma o.þ.h. hér á heimasíðunni eru fyrir síðasta vetur. Nýjar upplýsingar eru væntanlegar 5.9.

Laugardaginn 3. september milli kl. 14 og 17 verður innritunar- og upplýsingadagur Landnema í skátaheimilinu að Háuhlíð 9. – Verið velkomin.

12969305_10154830166949126_1435566613_n

Starfsmaður

Skátafélagið Landnemar óskar eftir að ráða starfsmann í vetur.

Um er að ræða hlutastarf (u.þ.b. 30% starfshlutfall) og er ráðningartíminn frá 1.9.2016 til 30.5.2017.

Föst viðvera er á fundatímum, milli kl. 17 og 20 suma virka daga.

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum starfmanni sem á gott með að umgangast börn, unglinga og fullorðið fólk og uppfyllir hæfniskröfur skátaforingja.

Allar nánari upplýsingar veitir félagsforingi, Arnlaugur Guðmundsson, í síma 6474746, netfang: arnlaugur@islandia.is

Uppskeruhátíð í Háuhlíðinni

Við viljum bjóða áhugasömum Landnemum, öllum þeim krökkum sem komu í Útilífsskólann og foreldrum þeirra að koma og fagna með okkur vel heppnuðu skátasumri. Á sunnudaginn kl 13-15 verðum við með Uppskeruhátíð í Háuhlíð 9 þar sem við munum grilla pylsur, fara í leiki og gleðjast saman. Kaffi verður í boði fyrir fullorðna fólkið og auðvitað er það líka velkomið að vera með í leikjunum. Einnig munum við kynna vetrarstarfið okkar og það sem framundan er á komandi skátaári.

Landnemamót í Viðey 2016

24 – 26 Júní

Gjald á mótið fyrir þáttakendur: 5000 kr.
Gjald á mótið fyrir starfsmenn: 2500 kr.
.
Landsbyggðin fær þúsund-kall í afslátt. (woop woop.)
Verðið hækkar um þúsund-kall fyrir bæði stafsmenn og þáttakendur 19. júní. Á slaginu!
(Mótsgjaldið verður þá 6.000 kr. fyrir almenna þátttakendur og 3.500 fyrir starfsmenn).

13458755_1155461841183190_617865867370763769_o

Allir þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa að skrá sig í sveit, og hver sveit þarf að hafa að minnsta kosti EINN fararstjóra sem er eldri en 18 ára.

Fararstjórar skátasveita fá frítt á mótið.

Þeir skátar sem eru skráðir sem starfsmenn eru á ábyrgð mótsins, og þurfa þar af leiðandi ekki sérstakan fararstjóra. Hverju félagi verður úthlutaður ferjutími þegar nær dregur mótinu. Starfsmenn þurfa að vera 16+

Flýttu þér að skrá þig, skráðu vini þína, skráðu skátaforingjann þinn, skráðu ömmu þína. Komdu þér út í Viðey!

http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx

Nánari upplýsingar og upplýsingaflæði er hægt að nálgast á facebook síðu mótsins “Landnemamót á Viðey”

https://www.facebook.com/videyjarmot/?fref=ts

13271602_10206535617290307_1259848312_o

Útilífsskóli Landnema 2016!

Í sumar munum við bjóða uppá spennandi sumarnámskeið fyrir káta krakka á aldursbilinu 8 – 12 ára. Boðið verður uppá fjölbreytta dagsskrá þar sem lagt er áheyrsla á útiveru og skemmtileg verkefni. Nánari upplýsingar er hægt að finna ef smellt er á flipann merktan “Útilífsskóli Landnema” hér fyrir ofan.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar! 😀

download

Gistinótt Drekaskáta

9.-10. apríl fór fr12969305_10154830166949126_1435566613_nam gistinótt fyrir drekaskáta. Skátarnir voru þá í 13 tíma í og við skátaheimilið sem stað sett er í Háuhlíð 9. Það mættu alls 16 Drekaskátar sem voru einhverjir að gista að heiman í fyrsta skipti. Veðrið var einstakt og nutu sín allir í botn. Farið var í gönguferðir í öskjuhlíðina, póstaleik og haldin kvöldvaka.

Þessi gistinótt hefði aldrei orðið að veruleika ef foringja nyti ekki við og eiga Alexander, Anna Eir og Bjartur miklar þakkir fyrir að gera helgina ógleymanlega.

Með skátakveðju,
Freysteinn Oddsson
Drekaskátaforingi