Óskum eftir starfsmanni

Skátafélagið Landnemar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn á aldrinum 8-25 ára. Við leitum að einstaklingi sem er skapandi, sjálfstæður, skipulagður og sniðugur.

Helstu verkefni:

 • Halda utan um skráningar
 • Sjá um tölvupóst og halda utan um samskipti við foreldra
 • Vera stuðningur við foringja
 • Viðvera á fundatímum
 • Annast innkaup
 • Þrif og umsjón með umgengni

Hæfniskröfur:

 • Vera með bílpróf
 • Almenn tölvukunnátta
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
 • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

Aðrar kröfur:

 • Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar veitir Hulda María Valgeirsdóttir, félagsforingi skátafélagsins á felagsforingi@landnemi.is.

Umsóknir skulu berast á landnemi@landnemi.is. Umsóknarfrestur er til 12. desember 2021.

JOTI / JOTA 2021

Opið hús á laugardaginn 16. október kl. 16. Þá koma Radíóskátar í heimsókn og verða með búnað til að taka þátt í alheimsmóti skáta í loftinu / á Internetinu.

Allir velkomnir!

Viðburðir

Sæl öll

Hér er listi yfir þá viðburði sem eru í boði á þessu starfsári.

1.-3. október 2021 – Ds. Húkk fyrir dróttskáta.
3. nóvember 2021 – Aðalfundur Skátafélagsins Landnema.
12. – 14. nóvember 2021 – Félagsútilega Landnema.
7. nóvember 2021- Fálkaskátadagurinn, dagsferð fálkaskáta.
29 nóvember – 3. desember 2021 – Síðustu fundir fyrir jólafrí.
9. desember 2021 – Jólafundur Landnema.


9. janúar 2022 – Afmæli Landnema
6. mars 2022 – Drekaskátadagurinn, dagsferð drekaskáta.
10.-12. júní 2022 – Landsmót drekaskáta, útilega fyrir drekaskáta.
30. – 3. júlí 2022 – Landsmót fálkaskáta, útilega fyrir fálkaskáta.
18. – 24. júlí 2022 – Landsmót rekka- og róverskáta, útilega fyrir rekka- og róverskáta.
3. – 7. ágúst 2022 – Landsmót dróttskáta, útilega fyrir dróttskáta.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðum skátahreyfingarinnar.

Fundartímar í haust

Ný heimasíða verður komin í loftið eftir örfáar vikur. Á meðan þá eru þetta helstu upplýsingar fyrir starfið í haust. Endilega sendið póst á landnemi@landnemi.is ef þið eruð með spurningar.

Drekaskátar

Miðvikudagar kl. 17:30-18:45

Fálkaskátar

Þriðjudagar kl. 17:20-19:00.

Dróttskátar

Fimmtudagar kl. 17:45-19:45.

Fjölskylduskátar

2. sunnudag í mánuði kl. 11:00 – 12:00

Árgjaldið er 44.000 kr. Starfið hefst í vikunni 23.- 29. ágúst.

Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/landnemar

Sumarstarf

Drekaskátamót

Drekaskátamót verður haldið 5.-6. júní á Úlfljótsvatni þar sem er spennandi aðstaða til leikja og ýmsir dagskrármöguleikar í boði. Mótið er fyrir alla drekaskáta (f. 2011-2013) á landinu og þátttakendur mótsins koma því héðan og þaðan af landinu og frá mörgum skátafélögum. Þema mótsins er “Með sól í hjarta”. Við förum með rútu á mótið og gistum í tjöldum og á dagskránni er t.d. klifur, bátar, vatnasafarí, bogfimi og kvöldvaka. 

 

Landnemar útvega tjöld en skátarnir þurfa að koma með annan búnað. Útbúnaðarlista má sjá hér.


Mótsgjaldið er 5.900 kr. en í því er innifalin öll dagskrá, drekaskátamótsbolur og kvöldmatur og kvöldhressing á laugardagskvöldi. Annan mat þurfa börnin að koma með með sér, þ.e.:

-Hádegismat á laugardegi

-Kaffihressingu á laugardegi

-Morgunmat á sunnudegi

-Hádegismat á sunnudegi

 

Skráning fer fram á skatar.felog.is og er skráningarfrestur til 27. maí. Skátasamband Reykjavíkur sér um rútukostnað þannig að ekkert gjald leggst ofan á mótsgjaldið. Nánari upplýsingar um brottfarartíma koma þegar nær dregur.

 

Mótsstjórn drekaskátamóts hefur gefið út tvær varaáætlanir vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Hér eru plönin:

Plan A: Eins og lýst er hér að ofan.

Plan B: Mótinu yrði breytt í dagsferð á Úlfljótsvatni og því yrði ekki gist en skátarnir myndu fá að prófa að fara í klifurturn, bogfimi, báta, vatnasafarí og fleira sem boðið er upp á á venjulegu Drekaskátamóti. Helmingur skátafélaganna myndi koma á laugardegi en hinn helmingurinn myndi koma á sunnudeginum.

Plan C: Mótsstjórnin myndi senda hugmyndir að drekaskátamótsdagskrá og drekaskátamótsboli heim í skátafélögin sem skátafélögin geta nýtt til að halda útilegu eða drekaskátadag heima í félögunum einhvern tímann í sumar þegar aðstæður leyfa.

Landnemamót

Landnemamót verður haldið 12.-13. júní við Hvaleyrarvatn. Þetta er félagsútilega þar sem allir skátar í Landnemum koma saman. Gist verður í tjöldum og fá skátarnir að upplifa ýmis ævintýri í þessari útilegu. Landnemar munu útvega tjöld, mat og dagskrárefni. Þátttakendur þurfa að koma með annan útbúnað, sjá tillögu að útbúnaðarlista hér

Mæting er við Skátalund (kort) kl. 10:00 þann 12. júní. Við hvetjum skátana til þess að sameinast í bíla. Skátarnir skulu vera sóttir á sama stað kl. 14:00 þann 13. júní. 

 

Skráning fer fram á Sportabler og er frítt á mótið fyrir þá sem hafa greitt félagsgjald 2020-2021. Þessi útilega er frábær vettvangur fyrir þá sem eru að fara á Skátasumarið til þess að æfa sig að gista í tjaldi og fara í útilegu. Við hlökkum til að fá loksins að fara í útilegu með þessum flottu skátum! 

 

Skátalundur er skátaskáli eldri skáta í Hafnarfirði sem hafa útbúið útivistarparadís. Við skálann eru flatir þar sem skátar geta farið í útilegur, bálstæði og skógarrjóður og því hentugur fyrir flokka- og sveitarútilegur. Hægt er að finna frekari upplýsingar um svæðið hér.

 

Útilegan er skipulögð með þeim fyrirvara að samkomutakmarkanir séu í lagi og hafi ekki áhrif á útileguna. Einnig erum við meðvituð um hættu af gróðureldum og munum skoða stöðuna þegar nær dregur.

 

Skátasumarið

Skátasumarið er skátamót fyrir drekaskáta og eldri og verður haldið á Úlfljótsvatni. Landsmóti skáta 2020 var aflýst vegna COVID-19 og þetta mót kemur í stað þess.

 

Gjaldið sem þarf að greiða fyrir mótið er 39.000 kr. en innifalið í því er gistiaðstaða, dagskrá, matur og einkenni. Það gæti þó verið að eitthvað gjald leggist ofan á mótsgjaldið vegna sameiginlegs búnaðar Landnema og rútu. Systkinaafsláttur af mótsgjaldinu er 25% og er veittur af þátttökugjöldum vegna þáttöku barna umfram eitt. 


Frekari upplýsingar koma von bráðar! Hægt er að skoða nánari upplýsingar um mótið á heimasíðu mótsins http://skatamot.is/.

 

Skráning hafin í Útilífsskólann

Skráning er hafin á sumarnámskeið Útilífsskólans. Skráningar fara fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/Landnemar

Útilífsskólinn heldur stórskemmtileg útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára, fædd árin 2009-2013 og eitt pollanámskeið fyrir 6-8 ára, fædd árin 2013-2015. Útilífsskóli Landnema byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, sund, skátaleikir og margt fleira. Starfssvæði Útilífsskóla Landnema er Hlíðarnar, Háaleiti og miðbær Reykjavíkur, en allir eru velkomnir.

Námskeiðin hefjast klukkan 09:00 og standa til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nóg nesti yfir daginn. Þátttökugjald er 15.000 kr.-

Skátafundir hefjast á ný

Gleðifréttir! Skátafundir hefjast á ný frá og með 15. apríl. Fundir verða með hefðbundu sniði í næstu viku og hlakka foringjar mikið til að sjá ykkur! Í gær var dróttskátafundur og dróttskátarnir voru svo ánægðir að geta hist á ný að þeir bökuðu vöfflur!

Engir fundir til 15. apríl

Vegna gildandi samkomutakmarkanna í samfélaginu verða engir skátafundir þangað til annað kemur í ljós. Þessar takmarkanir gilda a.m.k. til og með 15. apríl.

Í staðinn mælum við með því að skoða þessi verkefni og prófa þau heima!

Ný stjórn

Aðalfundur Skátafélagsins Landema var haldinn þann 25. febrúar. Á fundinum var Hulda María Valgeirsdóttir kjörin nýr félagsforingi Landnema og lauk þar með félagsforingjatíð Arnlaugs Guðmundssonar. Við þökkum Arnlaugi Guðmundssyni innilega fyrir mikil og vel unnin störf í þágu félagsins en Landnemar munu áfram njóta krafta hans því hann mun áfram sitja í stjórn Landnema.

Ragna Rögnvaldsdóttir ritari og Þóra Björk Elvarsdóttir gjaldkeri gengu úr stjórn og þeim þökkum við fyrir vel unnin störf.

Nýkjörin stjórn Landnema:
Hulda María Valgeirsdóttir, félagsforingi.
Védís Helgadóttir, aðstoðarfélagsforingi.
Arnlaugur Guðmundsson, gjaldkeri.
Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir, ritari.
Magnús Jónsson, meðstjórnandi.

Heill, gæfa, gengi!

Skátasumarið

Kæru Landnemar

Nú í sumar átti að vera haldið Landsmót skáta á Úlfljótsvatni – sem átti upprunalega að vera seinasta sumar á Akureyri. Vegna takmarkanna í samfélaginu hefur þessu skipulagi á Landsmóti Skáta verið breytt.

Nú í sumar verða haldin þrjú minni skátamót fyrir skátafélög landsins á Úlfljótsvatni. Hvert félag fær úthlutað sitt tímabil ásamt nokkrum öðrum félögum. Ákveðið var að minnka mótin svo um það bil 100 þátttakendur verða á hverju tímabili.

Landnemar hafa fengið sitt tímabil úthlutað og er það 7.-11. júlí 2021. Þetta verður því tímabilið sem fáum að mæta á Skátasumarið! Önnur félög sem verða á svæðinu með okkur eru Skjöldungar, Klakkur, Eilífsbúar, Vífill, Heiðabúar, Mosverjar og Faxi.

Mótið er opið fyrir öll aldursbil, drekaskáta og eldri. Frekari upplýsingar um mótið munu koma á næstunni en nú fara foringjar félagins á fullt að undirbúa þessa ferð.

Ef einhverjir voru skráðir og búnir að greiða fyrir Landsmót skáta 2020/2021, þá mun það gjald ganga upp í mótsgjaldið á þessu móti.

Takið dagsetningarnar frá, og við hlökkum til að fá loksins að fara í útilegu með ykkur!