Vetrarmót RVK – allt sem þú þarft að vita

Vetrarmót Reykjarvíkurskáta verður á Úlfljótsvatni um helgina, fyrir fálkaskáta og eldri (10 ára+). Í þessari færslu ættu að vera allar helstu upplýsingar sem þátttakendur þurfa að vita.

Mæting er í Skátamiðstöðina í Hraunbæ 123, 110 RVK (ekki í Landnemaheimilið), föstudagskvöldið 27. janúar kl. 19:30. Sjá kort:
https://ja.is/kort/?d=hashid%3A97XgG&x=364022&y=404136&z=5&type=map

Áætluð heimkoma er sunnudaginn 29. jan kl. 16:00 í skátamiðstöðina Hraunbæ 123

Útbúnaðarlista til viðmiðunar er hægt að finna hér:
http://www.landnemi.is/ferdir-og-utilegur/

Dróttskátar og rekkaskátar gista í tjaldi, en fálkaskátar sofa inni í skála.

Mótsgjaldið, 5.000 kr. skal millifæra inná reikning Landnema:
Kt. 491281-0659
Rn. 0111-26-510091
Skýring: nafn skáta
og kvittun skal senda á landnemi@landnemi.is

Fararstjóri Landnema er Kristinn Arnar (Kiddi), og hægt er ná í hann í síma 6161220, eða á netfangið kiddias@gmail.com

Sjáumst í vetrarham!

15800345_1287645777988762_1496914740490253646_o

VETRARMÓT REYKJAVÍKURSKÁTA!

Um næstu helgi, 27. – 29. janúar verður haldið Vetrarmót Reykjarvíkurskáta á Úlfljótsvatni!
Fjölbreytt og spennandi dagskrá, snjó-surfing, útieldun, kyndlagerð og klifurturninn. Einnig ætla skátarnir að documentera helgina með gopro myndavél og klippa saman í ferðasögu.
Mótsgjald er 5.000 kr. og innifalið í því er allur matur, rútuferðir, gisting og dagskrá.
Skráning fer fram hér: https://skatar.felog.is/ og mótsgjald skal greitt inn á reikning Landnema.

Kt. 491281-0659
Rn. 0111-26-510091

Skýring: nafn skáta
og kvittun skal senda á landnemi@landnemi.is

facebook event

Mæting er í skátamiðstöðina, Hraunbæ 123 föstudaginn 27. janúar kl. 19:30

 

15936996_1292314304188576_7745137610797365770_o

Heill, gæfa, gengi!

Í dag fóru um 50 Landnemar í ferðalag í tilefni af 67 ára afmæli félagsins. Förinni var heitið út í eyju sem við þekkjum vel og er í nágrenni Reykjavíkur. Hún heitir Viðey, en þar höldum við Landnemar árlega skátamót í júní. Það var öðruvísi að koma í eyjuna að vetrarlagi og sjá hvaða aðra möguleika hún hefur upp á að bjóða. Eftir mjög spennandi og skemmtilega bátsferð, dönsuðum við kónga í einni halarófu upp frá bryggjunni og inn að friðarsúlunni. Þar var hópnum skipt í fjóra hópa og við tók flokkakeppni í ýmsum greinum, s.s. teppaviðsnúningi og mylluboðhlaupi. Sigurvegari dagsins var samvinnan og fengu því allir að gæða sér á verðlaununum, kakó og ávöxtum.

img_9843-2

Óvissuferð á afmæli Landnema 2017

Gleðilegt nýtt ár! Nú fer starfið aftur af stað hjá okkur, en það hefst á æsi spennandi óvissuferð mánudaginn næsta 9. janúar í tilefni af afmæli Landnema.

Mæting er í skátaheimilið Háuhlíð 9 kl. 15:30 en lagt verður af stað með rútu á slaginu 15:45. Viðburðurinn er fyrir alla skáta í félaginu og því frábær leið til að byrja árið saman. Áætlað er að þessu ljúki klukkan 19:00 í skátaheimilinu. Mikilvægt er að allir komi klæddir eftir veðri.nlcoymb

Til drekaskáta og foreldra

Takk kærlega fyrir frábæra haustönn! Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur og við erum heldur betur búin að læra ýmislegt. Við bjuggum til ávaxta sorbet og gerðum skemmtiatriði sem við fluttum fyrir fullum sal á gistinóttinni. Við settum saman jólagjafir fyrir bágstödd börn í Úkraínu, lærðum að tala saman á allskonar skrýtnum tungumálum og hringdum til Finnlands. Við fórum í útilegu á Úlfljótsvatn, lærðum að kveikja eld og hvernig á að bregðast við ef einhver meiðir sig eða slasast. Myndir frá önninni er hægt að sjá hér í albúmi sem við höfum tekið saman: https://goo.gl/photos/raq2HHy2AcKveeHaA

Starfið hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 9. janúar og þá verður örugglega ekki minna fjör. Fyrsti fundurinn verður afmæli Landnema, sameiginlegur fundur fyrir alla skáta í félaginu. Það hefst líklega aðeins fyr en hefðbundnir fundir en nánari upplýsingar um afmælið og starfið á næsta ári verða birtar hér á vefnum þegar nær dregur.

Vonum að allir hafi það gott yfir hátíðarnar og hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju ári.

img_9283-3

Síðustu hringirnir í gang

Nú eru allar sveitir komnar af stað í síðustu dagskrárhringina og líður senn að lokum þessarar haustannar. Drekaskátar eru í útivistar dagskrá og eru þar meðal annars í útieldun & skyndihjálp, fálkaskátar vinna í flokksandanum, búa til flokkseinkenni og gerðu í dag piparkökuhús. Dróttskátar eru í handverks dagskráhring og ætla að smíða og mála allskonar sniðugt.

Síðustu fundir fyrir jól verða 12. og 13. desember. Foringjar hittast í hátíðarkvöldverði 16. desember og gera upp haustönnina. Starfið hefst svo að nýju á afmæli Landnema, sameiginlegum viðburði félagsins sem verður mánudaginn 9. janúar.

Gleðilega aðvenntu! sjáumst í jólafíling núna í desember.

img_9372-2

Hjarta, spaði, tígull, lauf

Drekaskátar hefja síðasta dagskrárhringinn þetta árið. Hann er með yfirskriftinni “Útivist” en skátarnir takast á við ýmis verkefni svo sem skyndihjálp, traustleiki, trönubyggingar og útieldun. Hópnum var skipt uppá nýtt í fjóra hópa; hjarta, spaða, tígul og lauf. Síðasti fundur fyrir jól er mánudaginn 12. desember og svo hefst starfið að nýju á afmælisdegi Landnema 9. janúar.

img_9283-2

Fáninn fangaður í félagsútilegu

Nú erum við komin heim úr félagsútilegunni sem var haldin í KSÚ á Úlfljótsvatni um helgina. Við vorum mjög heppin með veður en það var nánast logn alla helgina og 2-3 gráður og sól. Á laugardaginn var farið í hæk og leikurinn fangaðu fánann (capture the flag) var einnig gríðarlega vinsæll. Við eyddum seinni partinum í að búa til hnúta úr leðri og leir, semja, æfa og undirbúa skemmtiatriði og annað skemmtilegt. Um kvöldið var kvöldvaka, vígsluathöfn og loks næturleikur. Í dag vöknuðum við, héldum þrifakeppni Landnema og gengum að Ljósfossvirkjun þar sem við skoðuðum sýninguna Orka til framtíðar.

Vonum að allir hafi komið glaðir og þreyttir heim í dag og spenntir í að mæta á skátafundi á morgun!  Myndir frá útilegunni eru á facebook síðu Landnema!

img_9263

Hyvää päivää!! – góðan daginn!!

Í dag hringdu drekaskátar í jafnaldra sína í Finnlandi í gegnum Skype. Þar ræddu þau saman í máli og myndum um Finnland, Ísland, skátana, lífið & tilveruna. Fálkaskátar fóru í póstaleik á Klambratúni og fengust þar við blindrabraut, dulmál og hnúta. Á morgun fara dróttskátarnir í hellaferð í Hundraðmetrahelli í Helgardal undir leiðsögn Gísla Arnar Bragasonar, jarðfræðings og skáta.

Minnum á skráning í félagsútileguna sem fer fram um næstu helgi 18. – 20. nóvember. Skráningu líkur á miðvikudaginn 16. nóvember.  SKRÁNING HÉR
Nánari upplýsingar eru í færslunni hér fyrir neðan og ef það vakna einhverjar spurningar er hægt hafa samband við okkur á FACEBOOK eða á landnemi@landnemi.is

cam01385-768x1024-copy

 

Félagsútilega Landnema 18. – 20. nóvember

Félagsútilega Landnema verður haldin helgina 18. – 20. nóvember þar sem Landnemar á öllum aldri fara saman á Úlfljótvatn. Lagt verður af stað með rútu frá skátaheimilinu á föstudeginum um kl. 19:00 og heimakoma á sunnudeginum um kl. 16:00. Drekaskátar verða eina nótt, frá laugardegi til sunnudags. Þeir leggja af stað frá skátaheimilinu kl. 14:00 á laugardegi og koma heim á sama tíma og hinir á sunnudeginum kl. 16:00. Nauðsynlegt er að skrá skátana sem fyrst, en skráning fer fram hér. Allur matur er innifalinn ásamt gistingu, rútu og dagskrá. Gjaldið fyrir útileguna er 8.000 kr. fyrir fálka- og drótt- en 5.000 fyrir drekaskáta.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessum stærsta og flottasta viðburði félagsins!

12657755_1011761668910509_7666729261095447719_o