Landnemamót í Viðey 2016

24 – 26 Júní

Gjald á mótið fyrir þáttakendur: 5000 kr.
Gjald á mótið fyrir starfsmenn: 2500 kr.
.
Landsbyggðin fær þúsund-kall í afslátt. (woop woop.)
Verðið hækkar um þúsund-kall fyrir bæði stafsmenn og þáttakendur 19. júní. Á slaginu!
(Mótsgjaldið verður þá 6.000 kr. fyrir almenna þátttakendur og 3.500 fyrir starfsmenn).

13458755_1155461841183190_617865867370763769_o

Allir þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa að skrá sig í sveit, og hver sveit þarf að hafa að minnsta kosti EINN fararstjóra sem er eldri en 18 ára.

Fararstjórar skátasveita fá frítt á mótið.

Þeir skátar sem eru skráðir sem starfsmenn eru á ábyrgð mótsins, og þurfa þar af leiðandi ekki sérstakan fararstjóra. Hverju félagi verður úthlutaður ferjutími þegar nær dregur mótinu. Starfsmenn þurfa að vera 16+

Flýttu þér að skrá þig, skráðu vini þína, skráðu skátaforingjann þinn, skráðu ömmu þína. Komdu þér út í Viðey!

http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx

Nánari upplýsingar og upplýsingaflæði er hægt að nálgast á facebook síðu mótsins “Landnemamót á Viðey”

https://www.facebook.com/videyjarmot/?fref=ts

13271602_10206535617290307_1259848312_o

Útilífsskóli Landnema 2016!

Í sumar munum við bjóða uppá spennandi sumarnámskeið fyrir káta krakka á aldursbilinu 8 – 12 ára. Boðið verður uppá fjölbreytta dagsskrá þar sem lagt er áheyrsla á útiveru og skemmtileg verkefni. Nánari upplýsingar er hægt að finna ef smellt er á flipann merktan “Útilífsskóli Landnema” hér fyrir ofan.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar! 😀

download

Gistinótt Drekaskáta

9.-10. apríl fór fr12969305_10154830166949126_1435566613_nam gistinótt fyrir drekaskáta. Skátarnir voru þá í 13 tíma í og við skátaheimilið sem stað sett er í Háuhlíð 9. Það mættu alls 16 Drekaskátar sem voru einhverjir að gista að heiman í fyrsta skipti. Veðrið var einstakt og nutu sín allir í botn. Farið var í gönguferðir í öskjuhlíðina, póstaleik og haldin kvöldvaka.

Þessi gistinótt hefði aldrei orðið að veruleika ef foringja nyti ekki við og eiga Alexander, Anna Eir og Bjartur miklar þakkir fyrir að gera helgina ógleymanlega.

Með skátakveðju,
Freysteinn Oddsson
Drekaskátaforingi

ÚTIVISTARDAGUR Landnema.

Öll saman.

Fjörugur dagur. Útivist – Klifur – Áttaviti – Dagskrárpóstar.

Laugardaginn 16. apríl efna Landnemar til ÚTIVISTARDAGS fyrir Drekaskáta, Fálkaskáta, Drótttskáta og Rekkaskáta, – alla skáta Landnema.

Lagt verður af stað frá Skátaheimili Landnema kl. 13 og haldið fótgangandi suður í Öskjuhlíð. Þar eru frábær og fjölbreytt tækifæri til leikja og skemmtunar, – klifursvæði, eldstæði, leikjakjarnar og skógarsvæði og þar verður skipulögð dagskrá. Um kl. 15:30 munum við fá okkur heitt kakó og eitthvað í gogginn og verða áfram við leiki fram eftir degi.

Þá verða grillaðir hamborgarar handa hópnum enda öll orðin svöng. Eftir mat syngjum við nokkra skátasöngva við eld úti eða inni, allt eftir veðri en viðburðinum lýkur um kl. 20.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega, en gott að láta vita um þátttöku, t.d. á fimmtudag eða Fb skilaboðum á síðu Landnema. Verð kr. 500/- pr. þátttakanda.

Mætum nú sem flest, munum klæðum okkur eftir veðri.

Sjáumst sem flest!

LANDNEMAR.

Athugið: Þessi viðburður nú kemur í stað félagsútilegu sem fyrirhuguð hafði verið seinni hluta vetrar, en Vetrarskátamótið um mánaðarmótin jan./feb. setti strik í starfsáætlun vetrarins.

Vígsla Drekaskáta 3. mars

Landnemar vígðu 16 drekaskáta inn í skátahreyfinguna við hátíðlega athöfn þann 3. Mars. Þetta er kröftugur og öflugur hópur krakka á aldrinum 7-9 ára og er því mikil ánægja að hafa fengið þau inn í hreyfinguna, það liggur enginn vafi á að þau eiga eftir að afreka stóra hluti í framtíðinni.
Það var vel mætt af aðstandendum sem hafa fylgst með krökkunum taka sín fyrstu skref sem skátar. Fólk á öllum aldri kom upp í Háuhlíðina til þess að fylgjast með hvort sem að það voru afar, ömmur, yngri systkini eða eldri. Mikil gleði var við völd við athöfnina og að henni lokinni fengu börn jafnt sem fullorðnir svala og kex. Mikið verður gaman að fygljast með þessum hóp vaxa og dafna.

20160303_183219

Aðalfundur Landnema

Fundurinn verður haldinn í skátaheimili Landnema, Háuhlíð 9, miðvikudaginn 24. febrúar 2016 og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
  4. Fulltrúi stjórnar SSL gerir lauslega grein fyrir starfi og fjárhagsstöðu SSL.
  5. Lagabreytingar.
  6. Kosning félagsforingja.
  7. Kosning fjögurra skáta í stjórn félagsins.
  8. Kosning eins skoðunarmanns reikninga.
  9. Önnur mál.

Stjórn hefur ekki borist tillaga um breytingu á lögum félagsins. Lög félagsins má skoða HÉR.

Á fundinum verður kosið í stjórn félagsins. Leit stendur yfir af áhugasömu fólki. Ef foreldrar barna í félaginu hafa áhuga á að sitja í stjórn og hafa spurningar vegna þess er hægt að hafa samband gegnum netfangið landnemi@landnemi.is.

Landsmót skáta – Leiðangurinn mikli!

Landsmót skáta 2016 verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 17 – 24 júlí. Landsmót Skáta er eitt stærsta skátamót sem haldið er á Íslandi og verður haldið í 29. skiptið, þema mótsins að þessu sinni er Leiðangurinn mikli.

Mótsgjaldið er kr. 54.000. Almennur skráningarfrestur er til 15. febrúar og vinsamlega athugið að eftir það hækkar mótsgjaldið um 5% eða í 56.700 krónur.

Innifalið í mótsgjaldinu er fullt fæði allan tímann, dagskrá, ofið mótsmerki, mótsbók, einkenni mótsins, mótsblað og allur undirbúningur og aðbúnaður á mótsstað. Boðið verður uppá að skipta greiðslum mánaðarlega með greiðsluseðil eða á greiðslukort. Greiðslum þarf að vera lokið fyrir 1. júní.

Skráning á mótið er þegar hafin á skráningarvef mótsins.

Allar frekari upplýsingar um mótið má finna á http://skatamot.is/.

landsmotsbanner

Á – Landsmót skáta 2016

Mótslag Landsmóts skáta 2016 er komið í loftið. Höfundur lags & texta er Kristinn Arnar eða Kiddi Landnemi en það ber heitið “Á”.

Lagið er hægt að hlusta á hér fyrir neðan og hlaða niður endurgjaldslaust en einnig er hægt að nálgast texta og hljóma hér: http://www.guitarparty.com/is/song/a/

Landsmót verður haldið á Úlfljótsvatni núna í sumar en nánari upplýsingar um það er hægt að nálgast á vefsíðu mótsins http://www.skatamot.is/ en skráning er nú í fullum gangi!

Frábær helgi að baki í kulda og blíðu

Landnemar komu sterkir inn á Vetrarmóti Reykjavíkurskáta á Úlfljótsvatni nú um helgina 29. – 31. janúar þar sem við vorum með 30 manna hóp. Alls voru um 160 skátar á mótinu úr öllum félögunum í Reykjavík. Vetrarblíða, sólskin, snjóleikir, útivera, samvera og skemmtilegheit. Frábær helgi fyrir skáta á öllum aldri, bíðum spennt eftir vetrarmóti að ári.

Fleiri myndir frá helginni er hægt að sjá á facebook síðu Landnema
https://www.facebook.com/Landnemi

12646620_1010790282340981_6078523905380158912_o