Ferð Landnema á Viðeyjarmót

Hvar og hvenær?

Landnemamót 2011 verður haldið 22. – 24. júní í Viðey. Þema mótsins í ár er „Ævintýri“. Mæting á bryggjuna, Skarfabakka, klukkan 16:45 á föstudaginn. Við komum í land klukkan 17:00 á sunnudaginn.

Aðstoð frá foreldrum

Fararstjórnin er að leita af foreldrum sem hafa áhuga á að vera á mótinu og aðstoða okkur. Þetta er tækifæri til þess að kynnast því ævintýri sem er að vera á skátamóti. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að senda tölvupóst á landnemi@landnemi.is.

Hvað er til staðar?

Aðstaðan í Viðey er mjög góð. Það eru vatnsklósett og rennandi vatn í stuttri fjarlægð frá tjaldstæðinu. Landnemar munu sjá fyrir eldhústjaldi með öllu tilheyrandi og svefntjöldum fyrir skátanna.

Hvað kostar? Hvað er innifalið?

Mótsgjaldið er 7.000 krónur, en innifalið í því er dagskrá, sameiginlegur búnaður, allur matur og ferðir til og frá Viðey.

Hvað þarf að koma með?

Sjá útbúnaðarlista. Hann er þó ekki tæmandi, einungis ætlaður til viðmiðunar.

Hvar skráir maður sig? Hvernig borgar maður?

Búið er að opna fyrir skráningu hér á síðunni. Það er best að millifæra á Landnema.

Skrá mig á mótið! <- Aðeins fyrir Landnema

Rn: 0111-26-510091

Kt. 491281-0659

Skýring: Nafn skáta, VIÐEY

Senda kvittun á landnemi@landnemi.is

Frekari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Elmar (s. 661-6482), starfsmaður Landnema. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á landnemi@landnemi.is eða skoða  heimasíðu mótins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.