35296544_1750409525038517_8935363109216845824_o.jpg

Útilífsskóli Landnema

Skráning

Á sumrin erum við í Landnemum með stórskemmtileg útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára.

 

Útilífsskóli Landnema byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, sund, skátaleikir og margt fleira. Starfssvæði Útilífsskóla Landnema er Hlíðarnar, Háaleiti og miðbær Reykjavíkur, en allir eru velkomnir.

Tímabil sumarið 2022

13.-16. júní*

20.-24. júní

27.-1. júlí

4.-8. júlí

11.-15. júlí

*4 daga námskeið

Verð á námskeiðin er 15.000 kr á barn. Fyrsta námskeiðið er einungis 4 dagar vegna 17. júní og verður því 12.000 kr á barn á það. Skráning hefst miðvikudaginn 27. apríl kl. 12:00.