Þrifakeppni Landnema

Í vetur mun standa yfir þrifakeppni og munu starfsmenn félagsins skoða skátaheimilið eftir skátafundi. Það verður tilkynnt í hverri viku hverjir stóðu sig best í vikunni sem leið. Verðlaunin verða hinsvegar afhent fyrir snyrtilegasta flokkinn fyrir og eftir áramót.

Þegar fundi er lokið gengur starfsmaðurinn með sveitaforingjanum um heimilið og fara yfir þau herbergi sem notuð voru á fundinum. Flokkarnir fá svo stig fyrir góða umgengni í flokksherbergjum og öðrum rýmum þar sem starfið fór fram. Ef illa er gegnið um sameiginleg svæðið í húsinu eins og anddyri og forstofu missa allir flokkarnir í sveitinni stig. Athugið að slæm umgengin í forstofu á meðan fundinum stendur getur dregið niður stig.

Stigareglur

Gefin eru stig frá núll til tíu fyrir eftirfarandi atriði.

Flokkurinn

Tekin fyrir öll rými sem flokkurinn notaði á fundinum.

  • Rýmið sópað
  • Húsgögn snyrtilega raðað
  • Ekkert rusl í herberginu
  • Ekkert rusl í ruslatunnum

Sveitin

Stigin sem sveitin fær reiknast með öllum flokkum í sveitinni.

  • Rýmið sópað
  • Húsgögn snyrtilega raðað
  • Ekkert rusl í herberginu
  • Skór og úlpur illa raðað