Nú er nýtt starfsár rétt að hefjast og af því tilefni verður haldin opin rekkaskáta útilega næstu helgi. Útilegan verður haldin í skálanum Þrym á Hellisheiði dagana 25. til 27. september nk.
Rekkaskátarnir sjá um að koma sér í og úr útilegunni en skálinn verður opinn eftir kl 20:00 á föstudagskvöld.
Í útilegunni verður boðið upp á gönguferð á laugardeginum. Haldið verður í Reykjadal og þar verður farið í pottinn. Það verður boðið upp á grillmáltíð á laugardeginum. Á sunnudegi verður útilegunni lokað með hinu árlega vörðuhlaupi, hlaupið byrjar klukkan 14:00.
Það kostar 2.000 krónur í útileguna og innifalið í því er gisting og kvöldmáltíð á laugardeginum.
Skráning fer fram á skráningarsíðunni til 23. september.
Ef spurningar vakna hikið ekki við að senda okkur fyrirspurnir á jonni90(hjá)hotmail.com.