Í sjöunda himni er rekkaskátaviðburður og er haldin árlega í Þrymheim snemma á starfsárinu. Rekkaskátasveitin Plútó sér um að halda uppi dagskrá eins og gönguferðum og sameiginlegum kvöldmat á laugardagkvöldið. Lokapunktur útilegunnar er svo vörðuhlaupið en það er vanalega haldið á sunnudegi.
Í sjöunda himni 2010
Í sjöunda himni er opið rekkaskátamót sem verður haldið helgina 22-24 október, uppi í Þrymheimum á Hellisheiði. Mótið verður haldið þetta árið með örlitið breyttu sniði frá fyrri árum og er boðið upp á þrískipta dagskrá á laugardeginum og hefur hver dagskrárliður fengið sitt nafn.
- Hetjur: Hetjumissionið þetta árið er að leggja af stað frá Þrym klukkan 10:00 á laugardagsmorgun og ganga inn í Innstadal og þaðan upp á Skeggja, hæðst…a punkt á Henglinum, og þaðan niður í Reykjadal og svo heim í kvöldmat.
- Haugar: Haugarnir sofa frameftir og leggja af stað í reykjadal uppúr 14:00, þar hitta þeir Hetjurnar og svo ganga Hetjur og Haugar saman til baka í Þrym í kvöldmat
- Erkihaugar: Þeir halda lífi í kamínuni og borða kvöldmat.
Einnig má þess geta að þeir sem vilja geta verið með í gúrmei kvöldmat sem að þessu sinni verður hverasoðið lambalæri, með einhverjum töff grænum kryddjurtum. Þeir sem vilja vera með í kvöldmatnum verða að vera búnir að skrá sig miðvikudaginn 20. október.
Á sunnudeginum verður svo hið árlega Vörðuhlaup. Keppt verður í tveim flokkum, kvenna og karla og er öllum rekkaskátum og eldri boðið að taka þátt. Leiðin sem er hlaupin er frá negrunum yfir hraunið eftir vörðunum og að þjóðvegi 1 þar sem eitt sinn stóð neiðarskýli. leiðin er 2,2km og er þess vegna við allra hæfi að taka smá sprett. Vörðuhlaupið byrjar kl 14:00 og má þess geta að skálinn lokar einnig kl 14:00
Verðskrá
Mótsgjald fyrir alla helgina, með kvöldmat er 2000kr
Öll helgin en ekki í kvöldmat er 1400kr
Ein nótt er 700kr
Bara kvöldmatur er 700kr
Skáning fer fram á jonni90(hjá)hotmail.com, taka verður fram félag og hvaða dagskrá þið ætlið í á laugardeginum og hvort þið viljið vera með í kvöldmat eða ekki.