Vörðuhlaupið

Um helgina var haldin opin rekkaskátaútilega uppi í Þrym. Það voru rúmlega 25 skátar skráðir til leiks auk þess að margir kíktu hluta að kvöldi eða svo. Á sunnudaginn var keppt í hinu árlega vörðuhlaupi en brautin er frá borholunni að gamla neyðarskýlinu sem staðsett er við þjóðveginn. Í stráka flokki var það Óskar úr Hamri sem bar sigur úr bítum en í öðru var Jonni sem var aðeins 2 sekúndum á eftir Óskari. Í kvennaflokki var það Tinna úr Kópum sem vann afgerandi sigur í sínum flokk. Við óskum sigurvegurum helgarinnar til hamingju með góða frammistöðu.