Félagsútilega

Félagsútilega Landnema verður helgina 9. til 11. október og er ferðinni heitið í Vindáshlíð. Útilegan er fyrir fálkaskáta og eldri. Sérstök dagskrá er í boði fyrir fálka- og dróttskáta auk þess að einstaka dagskráliðir verða sniðnir að rekkaskáta aldrinum. Skátarnir eru beðnir um að skrá sig fyrir fimmtudaginn 8. október á skráningarsíðunni.

Það kostar 6.500 krónur fyrir skáta í útileguna og innifalið í því er: gisting, matur, rútuferð og dagskrá. Foringjar greiða 3.500 krónur í útileguna.

Miðvikudaginn 7. september klukkan 19:00 verður foreldrafundur vegna útilegunnar. Þar verður farið yfir öll helstu atriði sem tengjast útilegunni á einn eða annan hátt. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til þess að sækja fundinn en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á landnemi(hjá)landnemi.is.

Glærusýning frá foreldrafundi

Útbúnaðarlisti

Nánari upplýsingar er að finna hér á síðunnni.