Víkingar í Vífilsbúð

Helgina 30. okt til 1. nóv ætlar Dróttskátasveitin Víkingar í útilegu upp í Vífilsbúð. Verð í útileguna er 2500 kr á einstaklinginn og inn í því er sameiginlegur kvöldmatur á laugardegi. Þema útilegunnar er Halloween og er því búningaskylda á kvöldvökunni. Mæting er upp í skátaheimili klukkan 19:30 þar sem raðar verður í bíla og svo lagt af stað skömmu eftir það því hvetjum við fólk til að vera mætt tímanlega. 1000 kr afsláttur handa barni þess foreldis sem getur skutlað í útileguna en við leitumst eftir 2 foreldrum. Sofið verður á dýnum og því eru krakkar sem ætla að koma með sæng hvattir til að taka lak með sér líka en þó mælum við með svefnpokum. Við vonumst til að sjá sem flesta á föstudaginn.  Þeir sem hafa einhverjar frekari spurningar eða hafa áhuga á að skutla geta hringt í Stefán í síma 6610989 eða Sigurgeir í síma 8670604.