Sveitarútilega Þórshamars og Duraþórs

Næstu helgi ætla Þórshamar og Duraþór í sveitarútilegu í Vífilsbúð. Vífilsbúð er í Heiðmörk og tekur u.þ.b. 20 mín að keyra þangað. Það kostar 2.500 krónur í útileguna og er innifalið í því dagskrá og gisting.  Skátarnir þurfa að koma með eigin mat, og á laugardaginn verður grill þannig að skátarnir eru beðnir um koma með eitthvað létt á grillið, til dæmis pylsur. Við munum útvega sósur. Einnig munum við sjóða vatn fyrir hádegismat á laugardeginum.

Orkudrykkir eru algerlega bannaðir, en nammi er leyfilegt í litlu magni (hámark 300 kr.)

Mæting er kl. 19:30 á föstudagskvöldið uppí skátaheimili, og foreldrar eru beðnir um að sækja skátana kl. 14:00 á sunnudeginum, upp í Vífilsbúð.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að skutla skátunum í Vífilsbúð. Þeir sem geta það endilega hafið samband við foringja (Fríða s. 898-0574 og Hulda s. 659-1345)