Afmæli Landnema

Afmælishaldið var með fjölbreyttum hætti: Víðavangsleikur sem var opinn þátttöku fyrir alla skáta, mótttaka fyrir gesti félagsstjórnar Landnema í skátaheimilinu í Háuhlíð 9 og síðast en ekki síst, “skátavaka” opin eldri sem yngri Landnemum, skátum og skátavinum. Einnig var skátaheimilið opið til sýnis ásamt sérstakri sýningu á ljósmyndum og skátamunum.

Yfir 300 manns heimsóttu félagið á afmælisdeginum, þar á meðal Landneminn herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en hann starfaði með Landnemadeild sem ungur maður. Auk hans heiðruðu Landnema skátahöfðingi Íslands, formaður stjórnar Skátasambands Reykjavíkur . Kveðjur og gjafir bárust félaginu m.a. frá SSL (styrktarsamtökum eldri Landnema), skátafélögum, borgarstjóra og samstarfsfélögum í hverfinu.

Eru Landnemar himinlifandi yfir afmælisdeginum og þakka fyrir sig.