Sveitarútilega Víkinga

Farið verður í sveitarútilegu Víkinga í Hleiðru þann 26. Febrúar næstkomandi. Mæting verður upp í skátaheimili klukkan 19:00 og lagt af stað þaðan klukkan 20:00.

Við þiggjum alla þá bíla sem tilbúnir eru í að keyra með okkur upp eftir.

Kostnaður í útileguna er 1000. kr og í því er innifalið skálagjald.

Krakkar þurfa að sjá fyrir öllum mat sjálf en við reddum eldunarfærum.

Skálinn hefur gashitara en það hitar þó skálann aðeins takmarkað og því er mjög nauðsynlegt að vera vel klæddur og mælum við með treflum og buffum og annarskonar útbúnaði sem ver háls.

Vetrardagskrá verður þema útilegunnar og verður því mikið leikið í snjónum og ætlum við okkur að renna okkur í brekku þarna rétt hjá og mælum við því með að fólk taki með sér dót til að renna sér á sem er þó ekki of fyrirferðamikið. En einnig minnumst við aftur á að mjög nauðsynlegt er að vera með góð útiföt til að vera í!!!!

Ef þið verðið bara með gallabuxur þá verður ykkur kalt!!

Gott til að hafa með

 • Ullarsokkar (mörg pör)
 • Göngubuxur og aðrar buxur en gallabuxur sem þorna auðveldlega
 • Föðurland (Mjög gott vopn gegn kulda)
 • Lopapeysur, flíspeysur og annað sem heldur vel hita
 • Hlífðarbuxur
 • Góð úlpa
 • Vettlingar fleiri en eitt par
 • Húfa
 • Trefill
 • Buff
 • Svefnpoki EKKI SÆNG

Ykkur verður kalt ef þið farið ekki eftir útbúnaðarlistanum.

Mikill raki verður í skálanum og raftæki eyðileggjast virkilega auðveldlega í þessum kulda og þessum snjó. við mælum sérstaklega með því að öll raftæki séu skilin eftir heima og við berum ENGA ábyrgð á því ef svoleiðis hlutir eru teknir með og skemmast.