Hætt við sveitarútilegu! Gist í skátaheimili í staðinn

Vegna mikilla anna höfum við ákveðið að hætta við útileguna næstu helgi en við ætlum að gista saman í skátaheimilinu og gera úr því litla útilegu.

Mæting er klukkan 10 á laugardagsmorgun í skátaheimilið og það má sækja skátana aftur klukkan 14:30 á sunnudeginum.

Við ætlum að gera margt skemmtilegt en skátarnir þurfa að koma sjálf með allan mat fyrir dagana en við ætlum að grilla á laugardagskvöldinu svo að það væri gott ef þau kæmu með pylsur eða hamborgara. Við sjáum um sósur.Þau þurfa að vera með lítinn bakpoka til að bera nestið sitt þar sem við verðum ekki í heimilinu um daginn. Þau þurfa líka að vera klædd eftir veðri.
Nauðsynlegt er að koma með svefnpoka eða sæng og kodda en dýnur eru á staðnum.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna um “útileguna” með því að hringja í foringja eftir klukkan 16 á daginn.

Fríða Björk – 8980574
Hulda Rós – 6591345