Sveitarútilega Þórshamars

Helgina 16.-18. apríl ætlar fálkaskátasveitin Þórshamar að fara í útilegu. Við ætlum að fara í skálann Þrist sem skátafélagið Kópar á sem er staðsettur undir Esjunni, nánar tiltekið í Þverárdal undir Móskarðshnúkum.

Við foringarnir ætlum að halda fund um útileguna eftir skátafund á mánudaginn s.s. klukkan 19. VIð hvetjum sem flesta til að mæta til að spyrja spurninga og fá nánari upplýsingar.

Verð í útileguna er 2500 kr og þurfa skátarnir sjálfir að koma með mat en við munum mæta með grill á laugardag svo krakkarnir geta komið með pylsur eða annað á grillið.

Skráning er í útileguna og verður að skrá skátann með því að senda tölvupóst á falkaskatar@gmail.com eða hringja í foringja eftir klukkan 16 á daginn. Ská þarf skátann fyrir fimmtudaginn 15. apríl!!

Með von um að sjá sem flesta á mánudaginn,
Fríða Björk – 8980574
Hulda Rós – 6591345