Uppskeruhátíð

Kæru Landnemar!

Þann 1. júní ætlum við að fagna góðu starfi í vetur og halda uppskeruhátíð Landnema.

Við ætlum að grilla pylsur með hikebrauði, fara í leiki og njóta félagsskapsins. Öllum Landnemum er boðið, ungum sem öldnum!

Hátíðin hefst kl. 18:00 og er haldin að Háuhlíð 9. Láttu sjá þig!

Þeir skátar sem ætla á Landnemamót eru beðnir um að skrá sig á mótið – Skráningarformið er að finna hér.