Útilífsskóli 2010

Nú er skráning fyrir sumarnámskeiðin í útilífsskólanum okkar komin á fullt en útilífsskólinn er fyrir alla krakka á aldrinum 8-12 ára (fædd ´98-´02). Það sem er meðal dagskrár í sumar er: dorgveiði, sig og klifur, hjólaferð í sund, súrruð hengirúm, skátaleikir, endalaus útivera og margt, margt fleira.

Hvert námskeið er tvær vikur með helgarfríi og í enda seinni vikunnar er einnar nætur útilega. En athugið að einnig er hægt að skrá barn aðeins á aðra vikuna.

Námskeiðin í sumar eru eftirfarandi:

  • Námskeið 1, 14. júní – 18. júní* og 21. júní – 25. júní útilega.
  • Námskeið 2, 28. júní – 2. júlí og 5. júlí – 9. júlí, útilega.
  • Námskeið 3, 12 . júlí – 16. júlí og 19. júlí – 23. júlí útilega.
  • Námskeið 4, 3. ágúst – 6. ágúst * og 9. ágúst – 13. ágúst útilega

*(Fjögura daga vika án útilegu)

Skráning og nánari upplýsingar á www.utilifsskoli.is

Þátttökugjöld eru:

Útilífsnámskeið: 2 vikur með útilegu 14900 kr.

(Námskeið 1 og 4: 13500 krónur)

Útilífsnámskeið: 1 vika með útilegu 10200 kr.

Útilífsnámskeið: 1 vika án útilegu 7800 kr. (námskeið 1 og 4: 6900kr.)

Systkinaafsláttur er 10% frá verði og er endurgreiddur við mætingu.

Innifalið í verði er öll dagskrá, rútukostnaður, sundferðir og gisting. Þá fá allir þátttakendur viðurkenningu í lok námskeiðs.

Þátttökugjöld skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs. Tekið er á móti debet og kreditkortum.

Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.

Þá daga sem námskeiðin eru haldin innanbæjar stendur dagskráin yfir frá kl. 9.00 til 16.00. Farið er í útileguna kl. 10.00 á fimmtudegi og komið til baka kl. 16.00 á föstudegi nema á síðasta námskeiðinu þá er komið tilbaka á fimmtudegi.

Útilífsskóli Landnema er skátaheimilinu, Háuhlíð 9.