Hið árlega Viðeyjarmót var haldið dagana 24. til 27 júní en þar komu saman um 350 skátar. Þema mótsins var “Frumbyggjar” og var dagskrá og umgjörð samkvæmt því. Í boði voru þrjú dagskrárþorp en hvert og eitt sýndi mismunandi frumbyggjalifnaðarhætti þar sem skátarnir spreyttu sig í háloftadagskrá, vatnadagskrá og skátasmiðjum.
Fastir dagskrárliðir voru að sjálfsögðu á sínum stað en þar má nefna sólstöðubálið, langeldinn og kvöldvökuna. Bryggjuballið var einnig á sínum stað; þar var marserað og dansað við harmónikku en við tók diskótónlist og dansinn dunaði langt fram á kvöld.
Við vonum að nú séu allir kunnugri frumbyggjaháttum forfeðra okkar. Mótið tókst með eindæmum vel og við hlökkum til að sjá sem flesta aftur að ári!