Finnlandsfarar komnir heim

Hópur skáta úr Landnemum fór til Finnlands núna í sumar. Þar tóku þau þátt á landsmót finnskra skáta sem hét Kilke. Þar fengu þeir að glíma við ýmiskonar verkefni, kynnast menningu annara landa og fara í alvöru gufubað. Ferðin heppnaðist vel og eru myndir frá ferðinni komnar á síðuna. Vonandi fáum við að heyra ferðasöguna frá þessum ferðalöngum þegar starfið byrjar.

Skátarnir komu flestir heim á sunnudaginn en þrír þeirra héldu áfram til Frakklands. Þar ætla þeir að dveljast á klifursvæði sem kallast Ceuse sem er eitt frægasta klettaklifursvæði í heimi. Þeir koma aftur til landsins í lok mánaðarsins.