Landvættaútilega

Um helgina verður farið í Landvættaútilegu í Hvalfirðinn. Það er mæting kl. 17:30 í skátaheimilið og fer rútan þaðan stuttu síðar. Við komum til baka kl. 16:00 á sunnudaginn.

Matur

Þátttakendur eiga að koma með:

  • 2x Morgunmat
  • 2x Síðdegishressingu
  • 2x Kvöldhressingu (við bjóðum upp á heitt kakó)

Kostnaður

4000 kr. Innifalið er rútuferð, gisting, dagskrá, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldmatur á laugardegi.

Umsjón

Umsjónarmenn þjálfunarinnar er Elmar (661-6482) og Henry (898-7912).

Útbúnaður

Pakkið nákvæmlega eftir útbúnaðarlistanum í vatnsheldan poka. Gott er að setja föt o.þ.h. í plastpoka. Landvættir útvega efni í tjaldbúð og eldunarbúnað fyrir þátttakendur.

Útbúnaðarlisti fyrir útileguna