Félagsútilega í Skorradal

Félagsútilega Landnema verður helgina 8. til 10. október og er ferðinni heitið í Skorradal, nánar tiltekið í Skátafell. Útilegan er fyrir fálkaskáta og eldri. Sérstök dagskrá er í boði fyrir fálka- og dróttskáta auk þess að einstaka dagskráliðir verða sniðnir að rekkaskáta aldrinum. Skátarnir eru beðnir um að skrá sig fyrir fimmtudaginn 7. október á skráningarsíðunni.

Það kostar 6.500 krónur fyrir fálkaskáta í útileguna og innifalið í því er: gisting, matur, rútuferð og dagskrá.

Ef þið hafið spurningar varðandi útileguna hafið þá samband í síma 561 0071 á skrifstofutíma eða sendið tölvupóst á landnemi(hjá)landnemi.is.

Nánari upplýsingar eru á síðunni: Félagsútilega.