Deildarútilegaútilega fálkaskáta

Skátasveitirnar Sleipnir og Þórshamar munu fara í útilegu helgina 5. til 7. nóvember. Farið verður í Heiðmörk nánar tiltekið í skátaskálann Vífilsbúð. Mæting er í skátaheimilið klukkan 18:00 á föstudaginn og komið verður til baka klukkan 16:00 á sunnudaginn.

Þátttökugjald fyrir útileguna er 2800 kr og kvöldmatur á laugardaginn er innifalinn í því. Skátarnir eiga að koma með allan annan mat sjálfir. Í skálanum er bæði ísskápur og aðstaða til þess að sjóða vatn.

Hugmyndin er að fá foreldra til þess að keyra skátana í og úr útilegunni til þess að halda kostnaði í lágmarki. Þeir sem sjá sér fært að skutla aðra eða báðar leiðir eru beðnir um að hafa samband við Sigurgeir (8670604). Skátar þeirra foreldra sem keyra greiða 500 kr minna fyrir útileguna.

Sveitarforingjar

Hulda Tómasdóttir (8662614)

Sigurgeir B. Þórisson (8670604)

Útbúnaðarlisti…

Fatnaður

 • Ullarnærföt eða sambærilegt
 • 2 pör sokkar t.d. ull eða thermo
 • Nærföt til skiptanna
 • 2 stk peysur
 • 2 pör buxur (ekki gallabuxur)
 • Vettlingar
 • 1 stk. flíspeysa eða ullarpeysa
 • Trefill
 • Húfa eða lambúshetta
 • Vatns- og vindþolin hlífðarföt
 • Gönguskór
 • Inniskór
 • Náttföt (ekki nauðsynlegt en heppilegt)
 • Skátabúningur ( félagspeysa – alla vega klútur)

Almennur útbúnaður

 • Svefnpoki (má vera lítill koddi með)+
 • Bakpoki
 • Glas eða bolli
 • Diskur
 • Hnífapör
 • Vasaljós (athuga áður hvort í lagi – auka batterí)
 • Tannbursti og tannkrem
 • Þvottastykki og lítið handklæði
 • Sápa (í hulstri)
 • Hárbusti / greiða
 • Áttaviti (ef viðkomandi kann á hann eða vill fá leiðsögn)
 • Myndavél (ath hver ber ábyrgð á því sem hann kemur með)
 • Lesefni (ekki þungar bækur)
 • Vasahnífur
 • Lyf (ef þörf er á slíku – þarf þá að láta foringja vita)