Gistikvöld drekaskáta

Nú er komið að hinu árlega gistikvöldi okkar og verður það haldið næstkomandi helgi frá föstudeginum, 12. nóvember, fram á laugardag.  Við munum gista í skátaheimilinu og er mæting þangað klukkan 19:30. Drekaskátarnir þurfa því að vera búnir að borða kvöldmat áður en þeir mæta og eiga að mæta með allan mat sjálfir. Gert er ráð fyrir því að matmálstímarnir séu: kvöldkaffi, morgunmatur og hádegismatur.

Mikilvægt er að allir mæti með góð útiföt því hluti dagskrárnar muna fara fram utandyra.

Dagskránni lýkur klukkan 15:00 laugardaginn.

Með skátakveðju,

Fríða Björk (898-0574) og Mathilda (893-9483)

Útbúnaðarlisti

Fatnaður

 • Ullarnærföt eða sambærilegt
 • 2 pör sokkar t.d. ull eða thermo
 • Nærföt til skiptanna
 • 1 stk peya
 • 1 par buxur (ekki gallabuxur)
 • Vettlingar
 • 1 stk. flíspeysa eða ullarpeysa
 • Trefill
 • Húfa eða lambúshetta
 • Vatns- og vindþolin hlífðarföt
 • Útiskór
 • Inniskór
 • Náttföt (ekki nauðsynlegt en heppilegt)
 • Skátabúningur ( félagsbolur– alla vega klútur)

Almennur útbúnaður

 • Svefnpoki (má vera lítill koddi með)+
 • Bakpoki eða taska
 • Tannbursti og tannkrem
 • Þvottastykki og lítið handklæði
 • Sápa (í hulstri)
 • Hárbusti / greiða
 • Lesefni
 • Lyf (ef þörf er á slíku – þarf þá að láta foringja vita)

Skátarnir eiga ekki að koma með nammi eða gos á gistikvöldið.