Jólafundur

Jólafundur Landnema verður haldinn sunnudaginn 19. desember. Skátarnir eiga að mæta vel klæddir klukkan 14:00 í skátaheimili Landnema, Háuhlíð 9. Þar munu þeir takast á við krefjandi jólaverkefni sem miðast við að bjarga jólunum. Eftir leikinn verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur, líkur dagskránni klukkan 17:00.

Skátarnir þurfa að koma klæddir eftir veðri.

Með skátakveðju,

Stjórn Landnema

Hvaða flokkur bjargar jólunum?