Dróttskátasveitin Víkingar ætlar að fara í útilegu helgina 19. til 21. nóvember. Farið verður á Snæfellsnes nánar tiltekið í skátaskálann Mosa sem er á Vatnaleiðinni. Mæting er í skátaheimilið klukkan 17:30 á föstudaginn og komið verður til baka klukkan 16:00 á sunnudaginn.
Þátttökugjald fyrir útileguna er 3000 kr, ferðakostnaður, gisting og kvöldmatur á laugardaginn er innifalinn í því. Skátarnir eiga að koma með allan annan mat sjálfir. Ef þið hafið einhverjar spurningar, hikið þá ekki við að senda tölvupóst eða slá á þráðinn til okkar.
Kveðja,
Elmar Orri (661-6482)
Jóhanna (848-4951)
Fatnaður
- SUNDFÖT
- Ullarnærföt eða sambærilegt
- 2 pör sokkar t.d. ull eða thermo
- Nærföt til skiptanna
- 2 stk peysur
- 2 pör buxur (ekki gallabuxur)
- Vettlingar
- 1 stk. flíspeysa eða ullarpeysa
- Trefill
- Húfa eða lambúshetta
- Vatns- og vindþolin hlífðarföt
- Gönguskór
- Inniskór
- Náttföt (ekki nauðsynlegt en heppilegt)
- Skátabúningur ( félagspeysa – alla vega klútur)
Almennur útbúnaður
- Svefnpoki (má vera lítill koddi með)
- Ullarteppi
- Bakpoki
- Vasaljós (athuga áður hvort í lagi – auka batterí)
- Tannbursti og tannkrem
- Þvottastykki og lítið handklæði
- Myndavél (ath hver ber ábyrgð á því sem hann kemur með)
- Lesefni (ekki þungar bækur)
- Vasahnífur
- Lyf (ef þörf er á slíku – þarf þá að láta foringja vita)