Ágætu foreldrar og forráðamenn.
Nú er komið að því að fara í félagsútilegu Landnema en hún verður helgina 28. til 30. janúar og verður farið að Úlfljótsvatni. Þar er starfrækt útilífsmiðstöð skáta og munum við gista í skátaskálunum á staðnum. Drekaskátarnir munu koma í útileguna á laugardaginn og gista eina nótt. Hugmyndin er að keyra austur á Úlfljótsvatn á einkabílum og auglýsum við hér með eftir foreldrum til þess að keyra skátana í útileguna. Kostnaður við ferðina er 3000 krónur en innifalið í því er gisting, rúta, matur og dagskrá.
Skátarnir eiga að mæta í skátaheimilið klukkan 10:00 á laugardaginn og verður lagt af stað skömmu síðar. Heimkoma er áætluð klukkan 16:15 á sunnudaginn og munu drekaskátarnir koma heim í rútu með hinum skátunum.
Foreldrafundur verður haldinn fimmtudaginn 27. janúar kl 19:00-20:00.
Upplýsingar fyrir þá sem vilja greiða með millifærslu:
- Kennitala: 491281-0659
- Reikningsnúmer: 0111-26-510091
- Skýring: T.d. Kennitala skáta, félagsútilega
- Senda kvittun á landnemi@landnemi.is
- Vinsamlegast komið með útprentaða kvittun
.
Útbúnaðarlisti
Fatnaður
- Ullarnærföt eða sambærilegt
- 2 pör sokkar t.d. ullar- eða göngusokkar
- Nærföt til skiptanna
- 2 stk peysur
- 2 pör buxur (ekki gallabuxur)
- Vettlingar
- 1 stk. flíspeysa eða ullarpeysa
- Trefill
- Húfa eða lambhúshetta
- Vatns- og vindþolin hlífðarföt
- Gönguskór
- Inniskór
- Náttföt (ekki nauðsynlegt)
- Skátabúningur ( félagspeysa og skátaklútur)
Almennur útbúnaður
- Svefnpoki (má vera lítill koddi með)
- Bakpoki
- Vasaljós
- Tannbursti og tannkrem
- Þvottastykki og lítið handklæði
- Sápa (í hulstri)
- Hárbursti / greiða
- Áttaviti
- Myndavél (ath. hver ber ábyrgð á því sem hann kemur með)
- Lesefni (ekki þungar bækur)
- Vasahnífur
- Lyf (ef þörf er á slíku – þarf þá að láta foringja vita