Landnemamót 2011

Á morgun verður haldið út í Viðey og í þessu bréfi er hnikkt á nokkrum aðalatriðum í sambandi við mótið.

Skátarnir eiga að mæta niður við Skarfabakka klukkan 16:45 á fimmtudaginn og ferjan fer skömmu síðar. Það verður hægt að greiða mótsgjaldið (8.500 kr) á höfninni en það er best að vera búin að millifæra og koma með kvittunina. Innifalið í mótsgjaldinu er öll dagskrá, matur og ferjuferðir. Skátafélagið verður með tjöld fyrir alla auk þess að vera með stórt eldhústjald þar sem hópurinn mun elda saman. Við viljum minna á að hver og einn á að koma með sín eigin mataráhöld. Nánari upplýsingar um útbúnað er að finna á meðfylgjandi útbúnaðarlista. Mótinu líkur á sunnudaginn og skátarnir koma í land klukkan 18:00.

Fararstjóri Landnema verður Anna Eir (869-3084) en Elmar Orri (661-6482) verð á mótinu fimmtudag, föstudag og sunnudag þannig það er líka hægt að hafa samband við hann þessa daga.

Upplýsingar um millifærslu

  • Rn: 0111-26-510091
  • Kt. 491281-0659
  • Skýring: Nafn skáta, VIÐEY
  • Senda kvittun á landnemi@landnemi.is

Útbúnaðarlisti fyrir ferðina er að finna hér.