Skátafélög landsins heimsótt

Þessa vikuna og næstu verða kynningar á nýjum foringjahandbókum fyrir skátaforingja haldnar hjá skátafélögum um allt land. Fulltrúar frá BÍS heimsækja félögin og fara yfir í hverju breytingarnar felast, kynna bækurnar og þann stuðning sem félögunum stendur til boða í innleiðingunni. Útgáfuhátíð var haldin í Skátamiðstöðinni mánudaginn 22. ágúst þar sem ríflega 80 manns mættu að kynna sér bækurnar. Bókunum var vel tekið og margir foringjar eru orðnir spenntir að takast á við nýjar áskoranir.

Foringjar í Landnemum munu hittast í kvöld til þess að skipuleggja starfið og er þessi fræðsla hluti ef þeim fundi. Fræðslan frá BÍS byrjar klukkan 20:00. Ef áhugi er hjá foreldrum til þess að koma og kynna sér skátastarfið út frá þessum vinkli er þeim velkomið að mæta.

Upplýsingar um vetrarstarfið liggja fyrir eftir þennan fund og verður komið á síðuna fyrir helgi.