Bergur Jónsson er farinn heim

Kæru Landnemar.
Vinur okkar Bergur Jónsson lést á Landakotsspítala í morgun eftir erfið veikindi.
Bergur var fæddur 16. apríl 1934. Hann var einn af stofnendum Landnema árið 1950 og sveitarforingi. Hann var einnig félagsforingi um skeið.
Bergur var góður félagi, mikill stuðningsmaður Landnema og vinur alla tíð.

Útför Bergs Jónssonar verður í Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. október n.k. og hefst athöfnin kl. 13.
Landnemar munu standa heiðursvörð og aðstoða við útförina.