Sveitarútilega Víkinga

Dróttskátasvetin Víkingar ætlar núna um helgina 30. september til 2. október að skella sér í útilegu.

Ferðinni er haldið í Hverahlíð, skála í eigu skátafélagsins Hraunbúa. Skálinn er staðsettur sunnan Kleifarvatns á Reykjanesi.

Áætlaður kostnaður er 3500 kr og er í því innifalið skálagjald, dagskráefni og kvöldmatur á laugardegi.

Skátarnir þurfa að hafa allar aðrar máltíðir með sér og eru sérstaklega minntir á að taka með sér sundföt og handklæði. Einnig þurfum við að biðja alla að taka með sér 2 l af vatni vegna þess að það er ekki rennandi vatn í skálanum.

Við leitum að foreldrum sem eru reiðubúnir í að keyra og/eða sækja skátana í skálann. Annars þurfum við að útvega rútu og hækka kostnað.
Því eru foreldrar beðnir um að láta vita í síðasta lagi 29. september.

Mæting er í skátaheimilið 19:30 og við leggjum af stað upp úr því. Áætlað er að leggja af stað úr skálanum 14:00 á sunnudegi

Vegurinn á að vera fær á þessum árstíma og samkvæmt mínum upplýsingum ágætur fyrir alla bíla. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um hvernig
komist er að skálanum.

Akstur:

Keyrt er frá Hafnarfirði í gegnum Helluhverfið og í átt að Vatnsgarðsnámum. Þaðan er haldið áfram og keyrt á vegi 42 vestan við Kleifarvatn. Vegurinn er ekki fær allan ársins hring og því er gott að skoða værð á vegum hjá Vegagerðinni. Þegar komið er að enda Kleifarvatns er beygt vinstri við blátt skilti sem á stendur ‘Hverahlíð’.

GPS hnit: N63 54.273 W22 00.986

Við vonumst til að sjá sem flesta.
Hulda Tómasdóttir og Sigurgeir B. Þórisson
Sveitarforingjar Víkinga