Félagsútilega

Félagsútilega Landnema verður haldin í Ölveri daganna 28. til 30. október næstkomandi. Þema útilegunnar verður í ævintýri með sjóræningjum og verður það fléttað inn í alla dagskrána. Mæting er í skátaheimilið klukkan 18:30 á föstudaginn og áætluð heimkoma á sunnudaginn er klukkan 16:30. Þátttökugjald fyrir skáta er 8.000* krónur og er matur, rútuferð, gisting og öll dagskrá innifalinn í því verði.

Skráning í útileguna fer fram hér á síðunni og þarf að skrá sig í síðasta lagi 27. október. Að þessu sinni verður ekki haldinn sérstakur foreldrafundur fyrir útileguna vegna þess að mætingin á þá hefur verið í slakari kantinum. Þess í stað er reitur í skráningaforminu þar sem þið getið sent okkur spurningar um útileguna og við svörum ykkur um hæl.

Hér er útbúnaðarlisti sem gott er að hafa til viðmiðunar fyrir útileguna. Við viljum biðja ykkur um að virða það að skátarnir eiga ekki að koma með nammi, gos, síma eða tólistaspilara í útileguna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

* 5.000 kr. fyrir starfandi foringja.