Frábær Félagsútilega að baki!

Núna um síðustu helgi fóru tæplega 30 Landnemar í félagsútilegu í Ölveri. Ferðin gekk mjög vel og ekki var annað að sjá en að allir færu heim með bors á vör. Flokkarnir völdu sér dagskrá fyrir útileguna og meðal dagskráliða sem voru í boði var kistugerð, fánagerð, undirbúningur fyrir hátíðarkvöldverð, fjársjóðsleit og tónlistarpóstur. Flokkurinn Fenrisúlfar í sveitnni Sleipni voru meðal þáttakenda á tónslistarpóstinum. Þeir skiluðu af sér þessu frábæra lagi sem heitir “Fenrisúlfar feat. ÞossiPow” þar sem skátaforinginn þeirra, Þorsteinn, rappar meðal annars skátaheitið. Lagið naut mikilla vinsælda í félagsútilegunni og hér viljum við leyfa ykkur sem heima sitjið að njóta þess líka.

Takk fyrir góða útilegu!

 

 

Fenrisúlfar feat. ÞossiPow

Hvert sem ég fer,

sé ég bara skáta.

kveikja eld og

Tjalda tjöldum.

 

Við lærum á prímus og

súrrum líka,

heitum Fenrisúlfar og

það er okkar klíka


Ekki er allt eins og er,

ég kveiki eld eins og

Vera ber.


Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess;

að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina

að hjálpa öðrum og

að halda skátalögin


VINÁTTA

SAMSTAÐA

GÖMUL GILDI OG

BÆTT SAMFÉLAG

 

Lag: Kristinn Arnar

Texti:  Fenrisúlfar