Félagsútilega Úlfljótsvatni.

 

 

 

Helgina 27. – 29. janúar ætlum við Landnemar að fara í félagsútilegu á Úlfljótsvatni. Mæting er niðrí skátaheimili klukkan 19:30 á föstudaginn og áætluð heimkoma er á sunnudaginn um klukkan 16:00.

Útilegan er fyrir alla krakka í félaginu og kostar 8.000 kr. á mann ( Ef fleiri en 30 skrá sig náum við að lækka verðið niður í 7000 kr.). Innifalið í því verði er: Matur alla helgina ( heitur kvöld- og hádegismatur ásamt morgunmat, kaffi, og kvöldsnarli ), rúta báðar leiðir, gisting ásamt allri aðstöðu sem Úlfljótsvatn hefur uppá að bjóða.

Ef þú ætlar að koma þarf að skrá sig með því að senda póst á

karibrynjarsson@gmail.com  Í póstinum þarf að vera nafn skáta og hvaða sveit hann starfar í.

Við minnum alla foreldra á foreldrafundinn sem verður haldinn miðvikudaginn 25.jan klukkan 20:00 þar sem við munum segja frá helstu atriðum ferðarinnar og einnig munum við svara spurningum sem brenna a vörum ykkar. Fundurinn er aðalega hugsaður fyrir foreldra en að sjálfsögðu geta skátarnir komið með og ef foreldrar komast ekki er gott að skátinn mæti.

Vonumst til að sjá sem flesta 🙂

 

Hér má finna útbúnaðarlista, en einnig verður honum dreift á foreldrafundinum