FÉLAGSÚTILEGU FRESTAÐ!

Ákvörðun hefur verið tekin í samráði við félagsforingja að fresta félagsútilegunni að Úlfljótsvatni.

Meginástæðan er óöryggi á vegum, óvissa um færð og komandi veðurhamur. Á þessu augnabliki eru allar leiðir lokaðar úr Reykjavík og munu verða um óákveðinn tíma, þótt kannske rætist úr með Þrengslin í kvöld.
Auk þess er færðin slæm á vegum austur úr og í Grímsnesinu og miklar hálkur.
Einnig er vond veðurspá og að muni bætast í veður aðfararnótt sunnudags.

Það er ábyrgðarhluti að halda ferðinni til streitu, þótt hraustir skátar séu á ferð, drekaskátar, fálkaskátar, dróttskátar og róverskátar – stundum þarf meiri kjark til að hopa fyrir aðstæðum en að halda áfram.
Útilegunni er semsagt frestað fram í byrjun mars og verður nánar tilkkynnt síðar. Þeir sem þegar hafa greitt þátttökugjald fá að sjálfsögðu endurgreitt.

Nú er um að gera að láta skilaboðin berast.
Við skulum ekki svekkja okkur, – njótum helgarinnar.

Landnemar.