Næsta miðvikudag munu skátar um allan heim fagna fæðingardegi Baden Powell stofnanda skátahreyfingarinnar.
Það ætlum við Landnemum líka að gera með því að halda hátíðarkvöldvöku í skátaheimilinu okkar. Kvöldvakan byrjar klukkan 17:00 og er til 18:30. Allir Landnemar, ungir sem aldnir sem sjá sér fært að mæta eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.