Upplýsingafundur um Landsmót skáta 2012

Til skáta, foreldra og / eða forráðamanna skáta.

Upplýsingafundur um Landsmót skáta 2012
verður haldinn 12. febrúar n.k. kl.12
í Skátaheimili Landnema að Háuhlíð 9.

Dagana 20. – 29. júlí n.k. verður haldið Landsmót skáta að Úlfljótsvatni. Landsmót halda skátarnir að jafnaði á þriggja ára fresti. Þá er spenningur og eftirvænting mikil en mótin eru jafnan hápunktur í starfi sérhvers skáta, enda upplifunin einstök, – útivera, vinátta, leikur og söngur. Í ár er metnaður er óvenju mikill því á þessu ári fagnar íslenska skátahreyfingin 100 ára afmæli sínu. Landsmót skát 2012 verður því einstakt mót og sérstakt tækifæri gefst fyrir skáta landsins sem þeir munu muna alla ævi. Skátar alls staðar af landinu munu sækja mótið auk mikils fjölda erlendra skáta.

Undirbúningur félagsins er þegar hafinn og hefur fararstjórn verið skipuð. Fararstjóri verður Sigurgeir Bjartur Þórisson, reyndur skáti og foringi í Landnemum. Með honum í fararstjórninni verða lþrír aðrir foringjar, Hulda Rós Helgadóttir, Kári Brynjarsson og Ísabella Katarína Márusdóttir. Þau þrjú fyrsttöldu sitja eða hafa setið í stjórn félagsins.

Landnemar boða hér með til upplýsingafundar fyrir skáta, foreldra og forráðamenn skáta. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar í skátaheimili Landnema að Háuhlíð 9 og hefst stundvíslega kl. 12:00. Reiknað er með að fundurinn standi í eina klukkustund. Á fundinn mæta fararstjórar og forráðamenn félagsins auk fulltrúa frá Landsmótsstjórn og veita allar frekari upplýsingar. Farið verður yfir sem flesta þætti sem við koma þátttöku í mótinu, dagskrá, útbúnað, fjáröflunarleiðir og annað fyrirkomulag.

Landnemar leggja áherslu á að allir foreldrar og forráðamenn mæti á þennan fund því hér er um mikilvæg mál að ræða fyrir skátana okkar sem aðeins verður vel unnið með góðri samvinnu og miðlun upplýsinga.

Sjáumst í Háuhlíðinni sunnudaginn 12. febrúar.

Með skátakveðju,

Arnlaugur Guðmundsson
félagsforingi.