Aðalfundurinn fór vel fram :)

Aðalfundur Landnema 2012 var haldinn í gærkvöldi. Hann hófst kl. 20 með setningu félagsforingjans Arnlaugs Guðmundssonar. Arnlaugur minntist í upphafi fallins félaga og fyrsta sveitarforingja Landnema, Bergs Jónssonar sem lést á starfsárinu 77 ára að aldri.  Fundarstjóri var kjörinn Haukur Haraldsson og fundarritari Kristín Arnardóttir. Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og þeir síðan samþykktir. Á síðasta ári voru tveir skemmtilegir toppar, Landnemamótið og þátttakan á Jamboree í Svíðþjóð. – Og á því næsta verða væntanlega líka tveir toppar, Landnemamótið og Landsmót skáta. Stjórnin öll gaf kost á sér áfram og engin mótframboð bárust og stjórnin því sjálfkjörin og hlaut lófatak fyrir. Ekki voru neinar tillögur um lagabreytingar fyrir fundinum (aftur lófatak). Á fundinn mætti fulltrúi frá stjórn Skátasambands Reykjavíkur og flutti kveðjur SSR, einnig bárust kveðjur frá stjórn BÍS. Fundurinn var all-vel sóttur og umræður málefnalegar. Í fundarhléi voru veitingar í boði félagsins.

Landnemara á Jamboree í sumar