Bráðskemmtileg félagsútilega á Úlfljótsvatni.

Ferðin austur að Úlfljótsvatni á föstudagskvöld gekk hægt en örugglega í hálkunni undir stjórn Steinars bílstjóra sem reyndist svo vera gamall skáti frá Borgarnesi. Síðan bættust sprellfjörugir drekaskátar í hópinn á laugardagsmorgun undir stjórn Mathildu. Dagskrá var úti þrátt fyrir rok og rigningu, – bara gaman. 40 Landnemar sungu sig hása á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu í JB skálanum undir stjórn Sigurgeirs og Kidda. Skemmtilegt líka að sjá nýjar gítarhetjur fæðast í Landnemum. Næturleikur var á laugardagskvöld eftir kvöldvöku.
Vel heppnaðri útilegu lokið, – öll komu glöð heim.