Félagsútilega Úlfljótsvatni. TakaTvö

 

Næstu helgi, 9. – 11. mars ætla Landnemar að fara í hina árlegu félagsútilegu á Úlfljótsvatn. Útilegunni var frestað fyrir rúmum mánuði síðan vegna ofsaveðurs og ófærðar, en núna ætlum við halda af stað á ný.

Allir fálkaskátar og eldri leggja af stað á í útileguna á föstudeginum en drekaskátarnir gista bara eina nótt og leggja því af stað á laugardeginum. Aðeins á eftir að klára ferðaáætlun drekaskátanna en foreldrar munu fá allar upplýsingar varðandi það í vikunni.

Fyrir fálkaskáta og eldri er mæting er í útileguna upp í skátaheimili kl.19:00 á föstudaginn og áætluð heimkoma er á sunnudaginn kl.16:00. Alment verð í útilegunna er 8.000 kr. og í því er innifalið allur matur, rúta báðar leiðir, dagsskrá og öll aðstaða sem Úlfljótsvatn hefur upp á að bjóða. Útbúnaðarlista er að finna hér fyrir neðan og minnum við á að hann er ekki tæmandi.

Meðal þess sem við ætlum að gera er að fara í klifurturninn, labba eftir blindrabraut, læra að rata eftir korti, búa til vinabönd, fara í limbo/bimbo, tralla og skemmta okkur. Um helgina verður líka vígsla þar sem óvígðir skátar munu fá sinn klút.

Annars eru allar fyrri upplýsingar um útileguna enn í gildi að mestu leiti en skráninguna þarf að endurtaka. Allir sem ætla að koma með þurfa að skrá sig með því að senda e-mail á Kára:

karibrynjarsson(hjá)gmail.com

Upplýsingar sem þurfa að fylgja skráingunni eru nafn skáta og hvaða skátasveit hann starfar í.

Bæði er hægt að greiða fyrir útileguna á skrifstofunni á föstudaginn,
eða með millifærslu (muna eftir að koma með kvittun).

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi útileguna er hægt að senda fyrirspurn á Kára.

 

ÚTBÚNAÐARLISTI

 

Kennitala: 491281-0659

Reikningsnúmer: 0111-26-510091