Sumardagurinn fyrsti

Kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta munu skátar í Landnemum gista í skátaheimilinu og eru allir skátar félagsins velkomnir. Mæting er klukkan 20:00. Skátarnir munu vakna snemma og fara niður á Arnarhól til að taka þátt í skrúðgöngunni. Skátarnir munu síðan taka þátt í skátamessu klukkan 11:00 í Hallgrímskirkju. Eftir skátamessuna verður farið aftur uppí skátaheimili og þar verður grillað í boði Landnema. Ætlast er til að skátarnir hafi klút og landnemapeysu/skátaskyrtu meðferðis. Skátarnir þurfa að taka með morgunmat.