Foreldrafundur fyrir Landsmóts skáta.

Fararstjórn Skátafélagsins Landnema boðar til foreldrafundar í Skátaheimili Landnema að Háuhlíð 9 sunnudaginn 20. maí klukkan 20:00.

Fararstjórnin vill fara yfir nokkur atriði með foreldrum varðandi undirbúning fyrir Landsmót og Landsmótið sjálft en Landnemar álíta samstarf og upplýsingagjöf til foreldra mikilvæg fyrir vel heppnaða þátttöku skáta á viðburð eins og komandi Landsmót.
Jafnframt viljum við kynna foreldrum og forráðafólki skáta fjölskyldubúðir mótsins (sjá nánar um það vefinn http://www.skatar.is/landsmot2012/default.asp?ItemGroupID=353)

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan á fundinum stendur.

Vonumst til að sjá sem flesta

Fararstjórn Skátafélagsins Landnema
Sigurgeir Bjartur Þórisson,tölvupóstur:  farastjorn.landnema@gmail.com