Viðeyjarmót 2012! skráning komin af stað

Í sumar verður að venju haldið Viðeyjarmót. Í ár er þemað “þar sem ævintýrin gerast” og mun tjaldbúðin, dagskráin og stemmingin einkennast af spennandi og eftirminnilegum ævintýrum. Í ár er mótið einum degi styttra en venjulega og er því tvær nætur í stað þriggja. Það er venja að hafa mótið styttra á landsmótsárum. Mótið verður samt sem áður frábær skemmtun og ekki síðra en síðustu ár. Mótið er einnig frábær undirbúningur fyrir alla skáta sem ætla á landsmót.

Skátarnir eru skráðir í sveitum. Landnemar munu auðvitað fjölmenna útí Viðey í ár og hér fyrir neðan er hægt að skrá sig í sveit Landnema.

Skráning

 

Viktoría að blása í didgeridoo

Myndin er tekin á Viðeyjarmóti 2010. Frumbyggjar í Viðey