Vikulegir fundir í frí.

Jæja kæru skátar. Það var nú margt skemmtilegt sem gerðist þennan veturinn m.a. tvær félagsútilegur, hellaferð, jólagleði, afmælisveisla og ýmislegt fleira. Nú er þessi stórskemmtilegi vetur kominn á enda þar sem vikulegir fundir fara nú í sumarfrí. Skátastarfið er nú samt lankt frá því að fara í frí því það er nóg um að vera í sumar.

Núna um leið og skólarnir klárast í byrjun júní, hefst Útilífsskóli Landnema. Það eru tveggja vikna útivistar- og leikjanámskeið þar sem farið verður í margar og mismunandi dagsferðir og endað svo á einnar nætur útilegu. Frekari upplýsingar um útilífsskólann getið þið fengið á http://www.skatar.is/utilifsskoli/


Síðan núna 22. – 24.  júní verðu árlegt skátamót sem Landnemar halda og heitir Viðeyjarmót. Mótið er opið öllum fálkaskátum landsins og eldri.  Þar verður ýmislegt ævintýralegt í boði en þema mótsins er einmitt “þar sem ævintýrin gerast”. Eins og nafnið gefur til kynna er mótið haldið úti í Viðey og stendur yfir eina helgi. Skráning og betri upplýsingar um ferð Landnema á mótið verðru kynnt frekar í vikunni. Vefsíða mótsins er http://www.videyjarmot.is/ en þar er hægt að afla sér frekari upplýsinga.

 

Svo er það stóri viðburður sumarsins, Landsmót skáta á Úlfljótsvatni sem verður í lok júlí. Landsmót er haldið á þriggja ára fresti og er stærsti viðburður skáta á Íslandi. Þangað mæta skátar frá öllum landshornum og meira að segja slatti af útlenskum skátum líka. Mótið er í 10 daga og allt innifalið. Mótið er fyrir alla fálkaskáta og eldri en drekaskátar geta komið og gist í fjölskyldubúðum og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem hafa tíma til þess að gera það. Upplýsingar um ferð Landnema á Landsmót eru undir flokknum “Landsmót 2012” hér til hliðar en einnig getið þið skoðað síðu mótsins http://www.skatar.is/landsmot2012/. Þeir sem ekki eru enn búnir að skrá sig en vilja gjarnan koma á mótið þurfa að hafa samband við Sigurgeir B. Þórisson, fararstjóra Landnema í síma: 8670604 eða senda póst á farastjorn.landnema(hjá)gmail.com

Vonumst til að sjá sem flesta með okkur í starfinu á næstunni, en bara en og aftur gleðilegt sumar og hafið það gott 🙂

 

Aðalvarðeldurinn á Viðeyjarmótinu 2010