Landsmót skáta að bresta á

Á sunnudaginn næsta er mæting upp í Háuhlíð 9 stundvíslega klukkan 11:00, miðað verður að því að leggja af stað klukkan 11:30.

Í viðhengi má finna útbúnaðarlistann endurbætta. Við bendum sérstaklega á að senda börnin með flugnanet.

Varðandi vasapening á Landsmóti þá ræddum við þetta í kvöld og teljum að ef þið viljið senda börnin með vasapeninga er jafnvel sniðugast að láta okkur vita af þeim og láta okkur hafa þá. Þið getið þá látið okkur vita hvernig þið viljið skammta peningnum og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að peningurinn tapist eða skemmist í bleytu.

Samkvæmt skipulagi eigum við að leggja af stað frá Úlfljótsvatni 11:00 á sunnudeginum 29. við gefum út með fyrirvara að brottför gæti seinkað en það tekur sirka 45 mínútur að keyra frá Úlfljótsvatni

Útbúnaðarlistinn

 Mynd frá Landsmóti skáta 2008