Vetrarstarf hefst að nýju

Þá er frábæru sumri af flottu skátastarfi lokið og við tekur stórskemmtilegur vetur. Um  síðast liðna helgi fóru foringjar félagsins í skipulagsútilegu og ræddu starf komandi vetrar. Helstu viðburði vetrarins sjáið þið hér til hliðar á forsíðunni en einnig verður hægt að lesa nánar um einstaka viðburði undir liðnum “Ferðir & útilegur” undir vetrarstarf í valmyndinni hér að ofan.

Laugardaginn 8. september munum við taka þátt í hverfishátíð á Hlíðarenda þar sem skemmtileg dagskrá verður í gangi auk þess að innritun í félagið mun fara fram. Hvetjum alla til að mæta þangað, skáta, foreldra og áhugasama.

Vikuna eftir hátíðina (10. – 14. sept) hefjast svo vikulegir fundir sveita samkvæmt töflunni hér að neðan.