Hverfahátíðin á laugardaginn

Hvefahátíð miðborgar og Hlíða verður haldin á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Við í Landnemum ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í hátíðinni og setja upp litla tjaldbúð, bjóða fólki að grilla sykurpúða og spreyta sig í kassaklifri. Innritun í félagið verður á staðnum og væri gaman að sjá sem flesta mæta. Dagskráin byrjar klukkan 13:00 og stendur yfir til sirka 16:00.

Svo í næstu viku hefst vetrarstarfið af fullu og vikulegir skátafundir fara í gang.