Nýtt og spennandi starfsár

Skátastarfið í Landnemum er hafið. Nú þarf að innrita alla sem hyggjast vera með í starfinu, jafnt nýja sem þá sem hafa verið með áður. Skráning fer fram hér á heimasíðunni, sjá tengilinn hér að neðan, SKRÁ MIG. Þar er óskað eftir upplýsingum um skátann og greiðslu gjaldsins. Vinsamlega fyllið nákvæmlega út. Mikilvægt er að skráning fari fram sem fyrst. Allar frekari upplýsingar eru hér á heimasíðunni.