Drekaskátar stíga fyrstu sporin

14 nýir Drekaskátar voru vígðir í Landnemaheimilinu 16. október s.l. og hófu þar með skátagöngu sína. Þetta var skemmtileg og hátíðleg stund. Foreldrar og aðrir gestir voru líka viðstaddir athöfnina, skoðuðu skátaheimilið, fengu kakó og fræddust um starfið.

– Og allir hrópuðu Landnemahrópið, – Heill, gæfa, gengi, – Landnemar lifi lengi.

Til hamingju Drekaskátar, verið velkomin!