Félagsútilega á Sólheimum

Helgina 26. til 28. október verður félagsútilega Landnema haldin og að þessu sinnu verður hún á Sólheimum í Grímsnesi.  Útilegan er fyrir fálkaskáta og eldri en drekaskátarnir munu koma með á Úlfljótsvatn eftir áramót. Skátarnir eiga að mæta í skátaheimilið klukkan 18:00 á föstudaginn og heimkoma er áætluð klukkan 16:00 á sunnudaginn. Þátttökugjaldið er 5.000 kr og innifalið í því er öll dagskrá, matur, gisting og rútuferð. Hægt verður að greiða í skátaheimilinu fyrir brottför en einnig er hægt að ganga frá greiðslunni með millifærslu.* Útbúnaðarlista fyrir útileguna er að finna á heimasíðu félagsins: HÉR. Skátarnir skrá sig í útileguna með því að láta sveitarforingjana sína vita á fundunum í vikunni.

 

* Kennitala: 491281-0659, Reikningsnúmer: 0111-26-510091, Skýring: Nafn skáta, félagsútil, Senda kvittun á landnemi@landnemi.is