Félagsútilegan

Gagnlegar viðbótarupplýsingar

1. Gætið að klæðnaði skátanna, öll þurfa að vera vel klædd eftir veðri því dagskráin fer fram utandyra að miklu leyti. Minnið börnin svo á að gæta vel að fötunum og ekki týna eða gleyma – Hver ber ábyrgð á eigin fötum.
2. Skátarnir mæti með skátabúning eða skátapeysu og beri skátaklútinn. Athugið að vígsla fer fram á föstudagskvöld en þá fá nýliðar skátaklútinn sinn.
3. Við mætingu á föstudag kl. 18 séu öll vel nærð og vel haldin því við verðum ekki með kvöldmat. Hinsvegar verður boðið upp á kvöldhressingu seinna um kvöldið.
4. Munið: Brottför kl. 18 á föstudagskvöld.