Frábær félagsútilega að baki

Núna um helgina 26. – 28. október fóru um það bil 30 Landnemar í félagsútilegu á Sólheimum. Útilegan hófst á föstudaginn með því að 13 skátar vígðust við hátíðlega athöfn í Sesseljuhúsi. Á laugardaginn var ýmislegt skemmtilegt í gangi en þá fóru krakkarnir meðal annars á dagskrárpósta sem þau höfðu valið sér. Þá tóku þau líka þátt í Svartapétursmótinu með skátunum á Sólheimum og lærðu svo fullt af nýjum leikjum. Um kvöldið var að sjálfsögðu haldin kvöldvaka sem endaði svo með því að horft var á Viktoríu sveitarforingja Þórshamars keppa í Dans, dans, dans.

Við viljum þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna, þetta var ótrúlega eftirminnileg og skemmtileg helgi. Myndirnar frá ferðinni eru komnar inn í myndasafnið okkar hér á landnemi.is

Vígsluathöfn á föstudeginum

Vígsluathöfn á föstudeginum