Landnemar kveðja 2012

Foringjar Landnema hafa þá venju að hittast rétt fyrir hver jól og snæða saman hátíðarkvöldverð í boði félagsins. 18. desember var slík hátíð. Sigurgeir Bjartur hafði veg og vanda af kvöldinu, sauð hangikjöt, lagaði uppstúf og ísrétt af miklum myndarskap. Aðrir hjálpuðust að við framreiðslu og frágang. Þetta var hlý og skemmtileg stund og var vel mætt.

Hér sjáum við nokkra af foringjum og burðarstólpum félagsins birta sínar bestu hliðar og segja: GLEÐILEG JÓL!